Um Proctus
Við erum Proctus
Hjá Proctus starfa sérfræðingar með áratuga reynslu af innflutningi og sölu á umbúðum fyrir matvælaiðnaðinn.
Starfsmenn fyrirtækisins hafa sveinspróf í kjötiðn og skilja því vel áskoranir og kröfur sem gerðar eru í matvælaframleiðslu.
Um fyrirtækið
Proctus er heildsölufyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi, ráðgjöf og sölu á sviði umbúða fyrir matvælaiðnaðinn. Starfsmenn Proctus búa yfir mikilli sérþekkingu matvælaumbúðum enda starfað innan matvælageirans í marga áratugi.
Stefna okkar
Stefna Proctus er að vera leiðandi á íslenskum markaði á sviði umbúðalausna fyrir matvæli. Við veljum aðeins bestu mögulegu lausnir fyrir okkar viðskiptavini og erum stöðugt vakandi fyrir nýjungum á markaði sem geta bætt enn frekar afköst og verndað viðkvæma framleiðslu.
Gæðavörur og þjónusta
Birgjar og þjónustuaðilar Proctus hafa verið valdir vandlega eftir marga ára reynslu á íslenskum markaði. Íslenskir matvælaframleiðendur gera miklar kröfur og treysta okkur til þess að bjóða bæði hagkvæmustu og bestu lausnina fyrir sérhvert verkefni.
Umhverfismál og sjálfbærni
Proctus er mjög umhugað um náttúru Íslands og sjálfbæra matvælaframleiðslu. Norður-evrópskir birgjar okkar vinna samkvæmt ströngustu gæða- og umhverfisstöðlum í heimi, þar sem áhersla er lögð á fyrsta flokks auðlindanýtingu og stöðuga vöruþróun í þágu náttúrunnar.